Sinfóníuhljómsveit Austurlands hélt stórskemmtilega kvikmyndatónleika fyrir fullu húsi sunnudaginn 30. apríl. Á tónleikunum flutti hljómsveitin tónlist úr James Bond, Batman, Once Upon a Time in the West, The Godfather og Star Wars. Charles Ross útsetti Once Upon a Time in the West fyrir hljómsveitina og í því söng Hlín Pétursdóttir Behrens með sveitinni. Guðmundur Óli Gunnarsson stjórnaði hljómsveitinni af röggsemi og með glæsibrag. Tónleikarnir voru stærsta verkefni hljómsveitarinnar til þessa, en hljómsveitin hefur aldrei verið svona stór og aldrei skartað jafn mörgum skemmtilegum aukahljóðfærum og á þessum tónleikum. Það þurfti meira að segja að stækka sviðið í Eskifjarðarkirkju fyrir okkur!
Við viljum þakka eftirtöldum styrktaraðilum innilega fyrir stuðninginn við tónleikana, en án víðtæks stuðnings hefði verkefnið aldrei orðið að veruleika. Styrktar- og stuðningsaðilar að þessu sinni voru:
Uppbyggingarsjóður Austurlands, Tónlistarmiðstöð Austurlands, Menningarstofa Fjarðabyggðar, Tónlistarsjóður, Alcoa, Múlaþing, Fjarðabyggð, Síldarvinnslan, Menningarsjóður FÍH, SÚN, Eskja, Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga, Sparisjóðurinn, Rubix, Storvik, VHE, Íslandsbanki, Cargow, Laxar, Landsbankinn, Egersund, Launafl, Lostæti, Hótel Eskifjörður, Tanni travel, Tónlistarskólinn á Akureyri, Tónlistarkólinn á Egilsstöðum og Tónskóli Neskaupstaðar.