Sinfóníuhljómsveit Austurlands hélt tónleikana Svefnhjól Draumhús Spegilkompa í Tónlistarmiðstöðinni á Eskifirði sunnudaginn 6. apríl kl. 16:00. Tónleikarnir voru nefndir eftir glæsilegu tónverki Ingibjargar Ýrar Skarphéðinsdóttur, sem hjómsveitin hafði pantað frá henni og frumflutti á tónleikunum. Joanna Natalia Szczelina, framhaldsnemandi við Tónlistarskólann á Egilsstöðum, lék einleik með hljómsveitinni í fyrsta þætti Píanókonserts nr. 11 eftir Joseph Haydn með mikilli fágun. Að lokum flutti hjómsveitin hina dýrlegu fjórðu sinfóníu Johannesar Brahms. Guðmundur Óli Gunnarsson stjórnaði hljómsveitinni af miklu innsæi og næmni og Martin Frewer var konsertmeistari. Við þökkum áheyrendum kærlega fyrir komuna, Menningarstofu Fjarðabyggðar innilega fyrir frábært samstarf og styrktaraðilum fyrir stuðninginn.
Tónleikana styrktu:
Uppbyggingarsjoður Austurlands
Menningarstofa Fjarðabyggðar
Tónlistarsjóður
ALCOA
Múlaþing
Menningarsjóður FÍH
Íslandsbanki
Lostæti
LaunAfl
Bara Snilld
Héraðsprent
Tónlistarskólinn á Egilsstöðum
Tónlistarskóli Fjarðabyggðar
Tónlistarskólinn á Akureyri