Sunnudaginn 21. apríl kl. 16:00

Tónlistarmiðstöð Austurlands á Eskifirði

Flytjendur:

Sinfóníuhljómsveit Austurlands

Hljómsveitarstjóri: Gunnnsteinn Ólafsson

Konsertmeistari: Martin Frewer

-forStarazer- eftir -charlesross-

Sinfóníuhljómsveit Austurlands heldur stórtónleika 21. apríl í Tónlistarmiðstöðinni þar sem hún frumflytur nýtt tónverk -forStarazer- eftir -charlesross-.

Charles Ross er öllum tónlistarunnendum á Austurlandi að góðu kunnur eftir margra ára starf í þágu tónlistarlífsins á Austurlandi. Hljómsveitin pantaði tónverk frá Charles á árinu 2021 og þann 21. Apríl má heyra afraksturinn af því samstarfi.

Einnig flytur hljómsveitin hina stórfenglegu sjöundu sinfóníu Ludwig van Beethoven.

Enginn tónlistarunnandi á Austurlandi ætti að láta þennan stórviðburð framhjá sér fara!

Húsið opnar kl.15:30 og tónleikarnir hefjast kl. 16:00.

Miðaverði er stillt í hóf og er 4.990 kr. fyrir fullorðna og 2490 kr. fyrir börn yngri en 12 ára. Einnig er miðasala við innganginn.