Sinfóníuhljómsveit Austurlands
Fréttir
La dolce vita-loksins!
Sinfóníuhljómsveit Austurlands hélt La dolce vita tónleika sína þann 12. september í Tónlistarmiðstöðinni á Eskifirði, sem hafði verið frestað fjórvegis vegna COVID-19.
La doce vita tónleikar á sunnudag
La dolce vita tónleikarnir, sem við höfum þurft að fresta ansi oft núna, verða á sunnudag kl. 16:00 á Eskifirði. Æfingar eru í fullum gangi í Tónlistarmiðstöðinni og mikil tilhlökkun í mannskapnum. Tryggið ykkur mið á tix.is!
La dolce vita tónleikum aftur frestað
La dolce vita tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Austurlands hefur aftur verið frestað, í þetta sinn til 12. september. Við erum full bjartsýni um að bólusetningum fylgi betri tíð og að okkur muni takast að halda tónleikana þá!
Viðburðir
Engir viðburðir framundan
Skoðaðu endilega eldri viðburði á vegum hljómsveitarinnar hér að neðan.
Hafðu samband
Styrkja starfið
Viltu leggja okkur lið?
Um sveitina
Sinfóníuhljómsveit Austurlands var stofnuð 10. maí 2018 á Reyðarfirði af sjö austfirskum hljóðfæraleikurum og fyrstu tónleikar hennar fóru fram þann 1. desember 2018 í Tónlistarmiðstöðinni á Eskifirði.
Markmið hljómsveitarinnar er að auðga og efla menningarlíf á Austurlandi með því að halda fjölbreytta og skemmtilega tónleika víða í landshlutanum og stuðla að aukinni tónsköpun sem tengist svæðinu, auk þess að styðja annað listrænt starf og tónlistartengda fræðslu.