Styrkja starfið

Hafðu samband

8 + 11 =

Styrkja starfið

Hægt er að styrkja Sinfóníuhljómsveit Austurlands með ýmsum hætti: fjárhagslegum, efnislegum eða með vinnuframlagi.

Fjárhagslegur stuðningur

Sinfóníuhljómsveit Austurlands er ekki með reglulega fjárveitingu, heldur er hvert verkefni fyrir sig fjármagnað sérstaklega. Við erum því afar þakklát einstaklingum og fyrirtækjum sem vilja leggja okkur lið með fjármögnun verkefna. Kostnaður við verkefnin samanstendur fyrst og fremst af þóknun til flytjenda, ferða- og uppihaldskostnaði fyrir aðkomuhljóðfæraleikara, kynningarmálum og ýmsum beinum kostnaði við tónleikahald.

Efnislegur stuðningur

Fyrirtæki og einstaklingar geta veitt hljómsveitinni efnislegan stuðning með gjöfum eða t.d. afslætti af vörum eða þjónustu. Hjómsveitin nýtur góðs af matar- og veitingagjöfum, ferðum, blómum, prentun og öðru sem tengist tónleikahaldi.

Vinnuframlag

Sinfóníutónleikar eru stór verkefni og fer mikil vinna í þau. Þá er ekki bara um að ræða vinnu flytjenda, heldur er heilmikil vinna t.d. í uppstillingu, í tengslum við mat og ýmislegt fleira í kringum tónleikahald. Þá er einnig hægt að bjóða fram vinnu við t.d. ljósmyndun, upptökur, kynningarmál og fleira slíkt ef áhugi er fyrir hendi. Viljir þú leggja þitt að mörkum til hljómsveitarinnar værum við afar þakklát.

Einstaklingar, félög og fyrirtæki sem styrkja hljómsveitina geta fengið nafn sitt og/eða merki í efnisskrá og kynningarefni hennar, en að sjálfsögðu er einnig hægt að óska nafnleyndar. Þetta er því gott tækifæri til þess að styðja við menningarlíf á svæðinu og til þess að sýna fram á samfélagslegan stuðning af þessu tagi.

Þeir sem vilja styðja við starf hljómsveitarinnar eru beðnir um að hafa samband við okkur með tölvupósti á netfangið sinfoaust@gmail.com, með því að hafa samband hér á heimasíðunni eða með því að hafa samband við einhvern úr stjórn hljómsveitarinnar.