UM SVEITINA
Um Sinfóníuhljómsveit Austurlands
Sinfóníuhljómsveit Austurlands var stofnuð 10. maí 2018 á Reyðarfirði af sjö austfirskum hljóðfæraleikurum og fyrstu tónleikar hennar fóru fram þann 1. desember 2018 í Tónlistarmiðstöðinni á Eskifirði.
Markmið hljómsveitarinnar er að auðga og efla menningarlíf á Austurlandi með því að halda fjölbreytta og skemmtilega tónleika víða í landshlutanum og stuðla að aukinni tónsköpun sem tengist svæðinu, auk þess að styðja annað listrænt starf og tónlistartengda fræðslu.
Hljómsveitin gefur hljóðfæraleikurum á Austurlandi tækifæri til að láta ljós sitt skína sem flytjendur í sinfóníuhljómsveit og veitir langt komnum hljóðfæranemendum möguleika á að efla færni sína. Hún veitir einleikurum, einsöngvurum og kórum á Austurlandi tækifæri til þess að flytja
verk með sinfóníuhljómsveit og skapar vettvang fyrir austfirsk tónskáld að fá hljómsveitarverk flutt.
Í stjórn Sinfóníuhljómsveitar Austurlands sitja:
Gillian Haworth, formaður
Sóley Þrastardóttir, gjaldkeri
Eyrún Eggertsdóttir, ritari
Berglind Halldórsdóttir, meðstjórnandi
Hildur Þórðardóttir, meðstjórnandi
Fjölmiðlaumfjöllun
…